Passaðu það að falla ekki í þessar gryfjur...

10 hlutir til að passa uppá til að ná góðum árangri

1. Ekki geyma allt þangað til á síðustu mínútu

Það gera það allir að minnsta kosti einu sinni á námferlinum að eiga eftir að lesa og læra allt námsefni annarinnar daginn fyrir próf eða muna eftir verkefni þremur tímum fyrir skilafrest. Þar kemur dagbókin sterkt inn til þess að halda utan um mikilvægar dagsetningar. Finndu þér líka lærdóms aðferð sem hentar þér, það hentar ekki endilega öllum að sitja við í marga tíma í einu og læra. Sumum hentar betur að læra í styttri tíma í einu með góðum pásum. Notaðu svo síðustu dagnana og tímana fyrir próf til þess að rifja upp og fara yfir glósur. 

2. Passaðu uppá truflanir

Haltu fjölda skiptanna sem þú tékkar á símanum, Facebook og öðrum samfélagsmiðlum í lágmarki á meðan þú lærir. Það er líka sniðugt að nýta einungis pásurnar til þess en láta símann á silent of slökkva á tilkynningum á meðan þú lærir.

3. Fáðu nægan svefn

Heilinn nýtir svefninn og hvíldina til þess að festa það sem þú lærir betur í minninu. Það er þess vegna mjög mikilvægt að passa uppá það að fá nægan svefn á hverri nóttu. Reyndu að forðast það eins og þú mögulega getur að taka all-nighter en ef það er alveg nauðsynlegt passaðu þá upp á það að fá næga hvíld á eftir.  

4. Ekki vanmeta tímann sem þú þarft til þess að læra

Það eru allar líkur á því að ef þú telur þig þurfa tvo tíma til þess að klára verkefni eða komast yfir ákveðið efni að þú endar á því að þurfa 4. Gerðu alltaf ráð fyrir vel rúmum tíma í planinu þínu til þess að koma í veg fyrir óþarfa stress.

5. Reyndu að forðast páfagaukalærdóm án skilnings

Með páfagaukalærdómi nærðu kannski að fá fína einkunn í prófinu en hversu mikið að því sem þú hefur lagt á minnið mannstu svo eftir viku eða tvær. Til þess að fá sem mest út úr náminu og til þess að það nýtist þér svo í starfi er það miklu sterkari leikur að læra þannig að þú hafir skilning á efninu og munir það þannig.

6. Þegar þú lærir með öðrum, ekki halda áfram fyrr en þú hefur skilið efnið

Það læra allir á mismunandi hátt og það hafa allir fög sem liggja betur fyrir þeim en önnur. Það eru því miklar líkur á því að þegar lært er saman í hóp hefur hluti hans skilið efnið á undan hinum. Það verur þó að passa uppá það að halda ekki áfram fyrr en allir í hópnum hafa skilið það sem verið er að læra.  

7. Ekki takast á við of mikið

Það er mjög mikilvægt að átta sig á því hvað maður hefur mikinn tíma og ræður við mikið. Ekki ofmeta getu þína og taka á þig of mörg verkefni á kosnað hvíldarinnar. Þú verður að sjá til þess að þú hafir nægan tíma til þess að stunda námið vel og fá næga hvíld inn á milli.  

8. Fjárfestu í úri

Það er mikilvægt að mæta á réttum tíma í fyrirlestra, tíma og hópavinnur. Að mæta of seint er mjög mikil óvirðing við kennara og samnemendur. Flott úr hjálpar þér að sjá til þess að þú sért á réttum tíma og er líka alveg ótrúlega flottur fylgihlutur.  

9. Æfðu burt stressið

Ein besta leiðin til þess að takast á við erfið tímabil þar sem stress og kvíði gera vart við sig er að taka vel á því á góðri æfingu og fá smá útrás. Eftir líkamlegt erfiði nær maður að sofa betur og takast á við námið og það sem veldur kvíðanum.  

10. Búðu þér til verðlaunakerfi

Það getur hjálpað á tímum sem er erfitt að fá sig til að einbeita sér að náminu og því sem þarf að sinna að hugsa um eitthvað sem manni þykir gott eða gaman að gera. Prófaðu að setja upp kerfi þar sem þú verlaunar þig fyrir það sem þú afrekar.

Dæmi:

Klára að lesa 2 kafla - bíó í kvöld

Skiladæmi kláruð - Ís í formi með dýfu

Verkefnið klárað - 2 þættir á Netflix

 

)