Að eignast vini á nýjum stað

Það getur verið svolítið stressandi að flytja að heiman og þá sérstaklega ef þú ert að flytja í annan bæ eða erlendis. Þú átt mjög líklega eftir að spyrja sjálfan þig spurninga eins og af hverju er ég að flytja frá fjölskyldunni, vinunum og úr umhverfi sem ég þekki? Er ég að fara að standa mig í náminu? Finna stað til að búa á? Og stærsta spurning ER ÉG AÐ FARA AÐ EIGNAST VINI? 

Mundu að það er mjög oft þannig að það er mun auðveldara að kynnast fólki þegar maður er námsmaður - allavega mun auðveldara en maður heldur. Ef þú ert hins vegar ekki viss um hvernig þá eru hér fyrir neðan 4 atriði sem sem geta hjálpað þér að eignast vini á nýjum stað!

1. Taktu þátt í kynningarvikunni

Bli kjent med nye mennesker når man flytter - ISIC Norge

Flestir háskólar hafa kynningarviku í upphafi skólaársins og það margborgar sig að mæta! Tilgangurinn með kynningarvikunni er að nýir nemendur kynnist hvor öðrum og starfsemi skólans. Margir hafa kynnst sýnum bestu vinum á kynningarvikunni. Ekki hika og mættu! Mundu að það eru oft margir mismunandi viðburðir í gangi þessa vikuna og því munt þú bókað finna eitthvað við þitt hæfi.

2. Reyndu að búa á skólagörðunum

Hvordan få nye venner? Flytt i kollektiv! KILROY

Það er mjög algengt að það sé mikið félagslíf inn á skólagörðunum - sem auðveldar þér um leið að kynnast nýju fólki. Það getur verið t.d. sameiginlegur kvöldverður eða kvikmyndakvöld. Hvort sem þú býrð einn eða með öðrum þá áttu eftir að rekst oftar á skólafélagana á stúdentagörðunum frekar en þegar þú býrð á öðru svæði. Áður en þú veist af ert þú veist af ert þú orðin/n besti vinur/vinkona einhvers sem þú hélt að þú þoldir ekki.


3. Taktu þátt!

Bli kjent med nye mennesker når man er ny - ISIC Norge

Taktu þátt - þótt þú eigir ekki eftir að þekkja marga er aldrei gott að vera hrædd við það að mæta. Ekki hafa áhyggjur af því að tala við einstaklinga sem þú hefur kannski aðeins séð á göngunum. Það eru flestir í þínum sporum! Er einhver að plan a að fara í fótbolta, ekki hika og taktu þátt - þú þarft ekki að vera með mikla reynsl. Vertu bara með!

 

4. Sestu niður við hliðin á nýju fólki í fyrirlestrarsalnum

Gjør studenthverdagen bedre med ISIC

Auðvitað er best að sitja hljóðlega og taka minnispunkta á fyrirlestrum en það er nú oft stundum svolítið langt frá raunveruleikanum. Nýttu því tækifærið og sestu niður við hliðin á nýju fólki i hverjum fyrirlestri - þá átt þú eftir að hafa meiri möguleika á að kynnast fleirum. Ef þú átt erfitt með að finna umræðu efni þá getur þú alltaf nýtt þér keppnina um að giska á hversu oft kennarinn segir sko eða lagar gleraugun.

Að kynnast nýju fólki sem nemandi er mun auðveldara en þig grunar. Þegar þú hefur námið eru flestir í sömu sporum og þú. Svo ef þú leggur aðeins auka á þig átt þú eftir að eignast vini strax.

 

Gangi þér vel!

)