Ef það skiptir máli þá er til app fyrir það!
Snjallsíminn hefur án efa einfaldað ýmsa hluti með tilkomu smáforrita eða "appa". Þau hafa að vísu líka gert okkur algjörlega háð símanum
...en who cares? Ég hef tekið saman lista yfir nokkur öpp sem spila stóran þátt í að gera lífið auðveldara:
Arion banki og Íslandsbanki bjóða nú uppá heimabanka þjónustu og aðra þjónustu í formi snjallsíma apps. En Landsbankinn býður uppá l.is sem virkar mjög svipað en þú þarft bara að nota aðrar aðferðir til þess að nálgast það (þú sérð leiðbeiningar á heimasíðu bankans).
Ef þú hefur sótt um námslán hjá Lín ættir þú að vera með Lín appið í símanum. Þar geturðu fylgst með afgreiðslu og stöðu lánsins.
Ef þú kannast við það að vera ekki með pening á þér þegar það á að deila leigubílnum, borga í gjöfinni eða í pizzunni þá getur aur hjálpað þér við það að millifæra á þann sem þú skuldar á ofur einfaldan máta. Appið tekur einfaldlega út af kortinu þínu og færir yfir á reikning þess sem þú skuldar. Það kostar þig ekkert ef þú skráir debetkort inn í appið en ef þú millifærir af kreditkorti þá er eitthvað smávegis gjald tekið.
Ef þú ferð reglulega leiða þinna með strætó er mjög gott að hafa strætóappið í símanum. Í því geturðu séð staðsetningu vagnsins í rauntíma og sett inn heimilisföng til þess að finna út hvaða strætó er best að taka.
Ef þú hefur bíl til afnota er Leggja mjög mikilvægt app. Appið er einföld og þæginleg leið til að borga fyrir gjaldskyld bílastæði í Reykjavík. Þú bara skráir bílinn inn í appið og velur svo gjaldsvæði. Þegar þú yfirgefur svo stæðið þá skráiru bílinn einfaldlega úr stæðinu og borgar þannig bara fyrir akkúrat þann tíma sem þú notaðir stæðið.
Hér er sniðugt app sem heldur utan um það sem þig langar að lesa. Það virkar þannig að þegar þú ferð í gegnum Facecook, fréttamiðlana og aðrar síður yfir daginn þá eru mun fleiri greinar og myndbönd sem þig langar til að lesa og horfa á en strætóferðin eða þessar 10 mínútur fyrir 1. tíma duga í. Þá geturðu einfaldlega bara vistað þær í ‘vasanum’ og svo skoðað þær þegar þú hefur tíma.
Google hefur svör við næstum öllum spurningum sem koma upp. Hvort sem það er spurning sem kemur upp í lærdómnum eða rökræður sem vakna á milli vina er alltaf gott að hafa Google við höndina.
Google Translate er auðveld leið til að þýða á milli nánast hvaða tungumála sem er í heiminum. Mundu bara að treysta ekki alveg á það til þess að þýða heilu setningarnar.
Youtube er mikilvæg uppspretta fróðleiks og skemmtunar. Hvort sem þú leitar að kennslumyndbandi, heimildarmynd eða bara skemmtun í námspásunni.
Einfaldlega þæginlegasta leiðin til þess að hlusta á tónlist! Þú geturðu fundið nánast hvaða tónlistamann og lag sem þér dettur í hug, búið til og deilt playlistum og fengið inspiration þegar þú veist ekki hvað þú átt að hlusta á. Þú getur líka fundið tilbúna playlista til að hlusta á þegar þú ert að læra eða að fara að sofa.
Hérna er snilldarráð við snooze takkanum. Þessi vekjaraklukka lætur þig reikna lítið einfalt stærðfræðidæmi til þess að þú getir slökkt á klukkunni…þetta eykur töluvert á líkur þess að þú vaknir og missir ekki af fyrsta tíma dagsins.
Atvinnuleit er app sem hjálpar þér við það að finna starf sem hentar þér. Ef starfið sem þú ert að leita að er ekki þá þegar inná síðunni geturðu fengið appið til að vakta það fyrir þig og láta þig vita þegar það kemur inn starf sem gæti verið það rétta. Það getur svo minnt þig á umsóknarfresti auk þess að geta hjálpað þér með umsóknina og ferilskrána.
Hérna er app sem skannar inn hvaða skjal sem er með myndavélinni í símanum þínum. Það lagfærir sjálkrafa allar krumpur og bletti sem eru á blaðinu og réttir það til. Þannig endaru með fullkomið digital eintak af því. Önnur snilld við þetta er app er að það notast við OCR (text recognition) sem gerir þér kleift að breyta textanum á skjalinu eftir að það hefur verið skannað. Þetta app kostar nokkrar krónur en það er líka hægt að fá svipuð öpp, sem notast ekki við OCR og lagfæra ekki skjölin heldur skanna þau bara, frítt.
Það er gott að hafa PDF reader app í símanum til þess að geta opnað og lesið PDF skjöl.
Ef þú ert týpa sem elskar lista þá er þetta mjög gott app fyrir þig. Það er mjög einfalt í notkun og skemmtilega hannað. Appið virkar á öllum tækjum og stýrikerfum frá Apple, Android og Windows og líka í Apple watch. Þú getur með appinu sent lista með tölvupósti og deilt þeim með öðrum notendum. Þetta gæti verið sniðugt í hópavinnum til þess að halda utan um það hver gerir hvað og til að hafa yfirsýn yfir það sem á eftir að gera.
Með Já.is geturðu auðveldlega fundið símanúmer, heimilisfang og skoðað staðsetningu á korti. Þú getur leitað að ákveðnu fyrirtæki og fundið upplýsingar um afgreiðslutíma, samfélagsmiðla, umsagnir um það. Þú getur líka leitað að ákveðinni þjónustu og fengið upplýsingar um það sem er í boði í nágrenni við þig. Þeir sem nota Já.is appið geta líka valið um að láta það birta upplýsingar um þann sem hringir áður en þeir svara símtali.
Nú er það bara að tékka hvort þig vanti eitthvað af þessum öppum og fara þá að downloada!