Það borgar sig að kynna sér vel hvað bankarnir bjóða námsmönnum uppá!
Arion banki býður námsmönnum uppá framfærslulán sem er í formi yfirdráttarheimildar á sérstökum framfærslureikningi. Þar millifærir þú af framfærsluláninu í Netbankanum og skammtar þér þannig framfærslu yfir önnina þangað til að LÍN greiðir út lánið eftir að þú hefur sýnt fram á námsárangur. Vextirnir á þessu láni eru hagstæðari en á venjulegum yfirdrætti.
Þú getur stofnað framfærslureikning í næsta útibúi um leið og þú hefur fengið lánsáætlun frá Lín. Eftir það getur þú auðveldlega sótt um framfærslu fyrir hverja önn í gegnum Netbankann. Hægt er að sækja um að fá allt að 100% framfærslulán fyrir hverja önn.
Ef þú velur Arion banka getur þú sótt um allt að 300.000kr lán til þess að kaupa tölvu ef þú þarft.
Hjá Arion geturðu fengið bæði debet- og kredit kort. Stúdenta debetkortið veitir þér ódýrari færslugjöld en á öðrum debetkortum. Kredit kortið sem þér stendur til boða er Bláa Kortið sem er sérstaklega sniðið að námsmönnum. Það tengist fríðinda- og viðburðakerfi Hringtorgs og gefur þér alls konar tilboð og forgang á alla þá viðburði sem Hringtorg býður upp á.
Dæmi um það sem Hringtorg hefur uppá að bjóða:
Hér geturðu séð allt sem Hringtorg býður uppá.