Það borgar sig að kynna sér vel hvað bankarnir bjóða námsmönnum uppá!

Íslandsbanki

Framfærlulán

Þegar þú byrjar í lánshæfu námi bjóðast þér hagstæð kjör á yfirdráttarlánum frá Íslandsbanka til að brúa bilið þar til námslánin berast frá LÍN. Þú getur sótt um lánið hjá þjónustufulltrúa í einhverju af útibúum bankans og hann aðstoðar þig við að finna út upphæðina sem þú þarft að hafa til að ráðstafa í hverjum mánuði.

Auk þess að bjóða framfærslulán veitir Íslandsbanki nokkurm útvöldum námsmönnum styrki:

  • 3 styrki til framhaldsskólanáms kr. 100.000 hver
  • 5 styrki til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) kr. 300.000 hver
  • 5 styrki til framhaldsnáms á háskólastigi kr. 500.000 hver

Búið er að loka fyrir umsóknir um námstyrki 2016 en hægt er að sækja um frá mars til 1. maí á hverju ári. 

Íslandsbanki gefur líka 20 námsmönnum 15.000kr bókakaupastyrk á hverju hausti og vori. Þessir 20 námsmenn eru dregnir út og fá tilkynningu frá bankanum í október eða mars.

Kort & Tilboð 

Hjá Íslandsbanka færðu sérstakt stúdentakort og aðild að Námsvild, þjónustu bankans við námsmenn. Helstu kostirnir við Námsvild eru:

  • Stúdentakort (debet- og kreditkort) sem gefur þér alls konar tilboð og aðgengi að Vildarþjónustu Íslandsbanka
  • 150 fríar debetkortafærslur á ári
  • Góðar ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis er þú ert með kreditkort frá bankanum

Vildarþjónusta bankans er kerfi sem safnar upp punktum í hvert skipti sem þú notar kreditkortið þitt. Punktana getur þú svo tekið út í peningum í maí og í desember á hverju ári, sett inn á sparnaðareikning eða breytt þeim í vildarpunkta Icelandair.  

Hér er listi yfir þau tilboð sem þú færð með því að vera í Vildarþjónustunni.

)