ITIC - International Teacher Identity Card
ITIC var stofnað til að gera ferðalög auðveldari og ódýrari fyrir kennara. ITIC opnar dyrnar að þúsundum þjónusta, fríðinda og afslátta um allan heim, þar á meðal sveigjanlega og ódýra flugmiða á nemendaverði og aðra ferðaþjónustu sem er í boði fyrir kennara.
Panta rafrænt ITIC hér
Afhverju ITIC?
ITIC auðkennir þig sem kennara í fullu starfi um allan heim. Síðan 1984 hefur ITIC hjálpað fagfólki í kennslu að fá meira út úr ferðalögum sínum til útlanda í gegnum alþjóðlegt net sérstakra afslátta, þjónustu og annarra fríðinda, svo sem veitingahúsa og smásöluverslana; aðgangsverð að söfnum, menningar- og sögustöðum, rútu-, lestar- og ferjumiðum; og gistingu eins og hótel og hostel.
ITIC tengslanetið inniheldur leiðandi sérfræðinga heims í sjálfstæðum ferðalögum. Þúsundir skrifstofur í yfir 40 löndum bjóða upp á vörur og þjónustu sem hafa verið þróuð sérstaklega fyrir fjárhagsáætlun og hagsmuni sjálfstæðra ferðalanga. Á Íslandi eru flugin á nemendaverði seld kennurum með ITIC af KILROY.
Samþykkt af UNESCO
ITIC kortið hefur verið samþykkt af Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) síðan 1968. ITIC er einnig stutt af menningarráði Evrópu og Andes-þjóðabandalaginu. Kortið er viðurkennt af háskólum, fræðastofnunum, nemendafélögum, landsstjórnum, fjármálastofnunum og menntamálaráðuneytum um allan heim.
Hvernig skal panta?
Vinsamlegast athugaðu að við erum núna að þróa ITIC pöntunarflæðið og það lítur í hluta enn út eins og græna ISIC pöntunarflæðið. Þetta hefur ekki áhrif á ITIC pöntunina þína.
- Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að hefja ITIC pöntunina þína. Ef þú ert námsmaður, veldu ISIC.
- Vinsamlegast settu bandstrik – í reitinn „Námsstaður“ ef þú ert ekki nemandi.
- Fylltu út upplýsingarnarnar þínar á pöntunarforminu og vertu viss um að varan sem þú ætlar að panta sé „Rafrfænt ITIC card“.
- Þegar þú hefur gengið úr skugga um að upplýsingarnar þínar séu réttar á pöntunarforminu, haltu áfram í greiðslu með því að smella á „Fara í greiðslu“.
- Borgaðu fyrir ITIC kortið. Gildandi greiðslumátar eru Visa og Mastercard kreditkort, Mobilepay og netbankarnir sem eru á eyðublaðinu.
- Athugaðu upplýsingarnar þínar. Ef þú þarft að breyta einhverju sem þú hefur slegið inn á pöntunarforminu skaltu smella á "Leiðrétta upplýsingarnar þínar" og halda áfram að staðfesta stöðu þína sem kennari. Vinsamlegast athugaðu að þú getur ekki breytt upplýsingum þínum eftir að þú hefur haldið áfram að staðfesta stöðu þína!
- Haltu áfram til að hlaða upp kennaraskilríkjum þínum. Allir kennarar í fullu starfi (minnst 18 klst / viku) eiga rétt á að panta ITIC. Gilt kennaraskilríki er afrit af starfsvottorði frá skólanum þínum. Athugið að skjalið má að hámarki vera 2 Mb að stærð og þarf að hlaða því upp á .jpg eða .jpeg sniði.
- Haltu áfram til að hlaða upp myndinni þinni. Myndin verður að vera lituð, skýr, vegabréfsmynd af þér. Það þarf ekki að vera opinber vegabréfsmynd - skot með snjallsímanum þínum dugir svo lengi sem hún er auðþekkjanleg. Vinsamlegast ekki nota filtera. Myndin má að hámarki vera 2 Mb að stærð og þarf að hlaða henni upp á .jpg eða .jpeg sniði.
- Staðfestu pöntunina og halaðu niður ISIC appinu fyrir Android eða iOS . Kennararstaða þín verður staðfest af þjónustudeild okkar innan 1-2 virkra daga.
- Eftir að kennarastaða þín og mynd hefur verið staðfest færðu tölvupóst sem inniheldur þitt persónulega ITIC númer, sem þú þarft til að virkja stafræna ITIC kortið þitt. Fylgdu leiðbeiningunum um hvernig á að skrá þig í ISIC appið.
- Kannaðu heiminn með ITIC! Þú getur síað þau fríðindi sem eru í boði fyrir kennara í ISIC appinu.
- Ef þú vilt fá aðstoð okkar við pöntunina þína, vinsamlegast hafðu samband við okkur á ensku.