ISIC - Sagan

70 ára saga ISIC

ISIC kortið var fyrst búið til af nemendum árið 1953. Ákvörðunin um að búa til ISIC kort var að frumkvæði norsku og hollensku nemendasamtökunum þar sem Coordinating Secretariat of National Unions of Students (COSEC) í Danmörku. 

Upphaflega var ISIC kortið hugsað sem nemendaskírteini sem gaf nemendum í fullu námi aðgang að sérstökum námsmanna afsláttum af flugfarmiðum. Nemendur gátu þá ferðast vítt og breitt um heiminn mun ódýrara en áður til að upplifa ólíka menningu og siði fólks.

Þetta einmitt styður grundvallarhugmyndina á bakvið ISIC: "Auka skilning á alþjóðlegum málefnum í gegnum ferðalög og skiptinematækifærum meðal nemenda, ungs fólks og háskólasamfélagsins".

2023 markaði 70 ára afmæli ISIC kortsins. Í tilefni afmælisins var búin til stutt heimildarmynd sem inniheldur viðtöl við lykilfólk innan ISIC sem náði mikilvægum áföngum, sem gefur innsýn inn í þessa einstöku sögu og hversu mikil fyrirheit þetta gefur framtíðarkynslóðum sem munu njóta góðs af ISIC.

Stefnubreyting
ISIC heldur áfram að vera eina alþjóðlega viðurkennda staðfestingin á stöðu nemenda. Hins vegar með tilkomu lággjalda fargjalda og netbókana hafa fríðindin færst úr því að vera nær eingöngu ferðatengd í að vera almenn fríðindi sem koma nemendum til góða.  Í dag er hægt að nota fríðindi ISIC kortsins daglega þar sem nemendum býðst afsláttur á yfir 150.000 vörum og/eða þjónustu bæði hér heima og erlendis.