Skilmálar

SKILMÁLAR OG SKILYRÐI FYRIR ÚTGÁFU Á STAFRÆNUM ISIC, IYTC og ITIC KORTUM

Vinsamlegast athugaðu að enska útgáfan af þessum skilmálum gildir yfir íslensku þýðinguna. Þú getur fundið ensku útgáfuna hér: enska útgáfan.

 

Umsækjandi telst hafa samþykkt eftirfarandi skilmála og skilyrði þegar hann sækir um stafræn ISIC IYTC og ITIC kort. Af þeim sökum biðjum við þig vinsamlegast um að lesa vandlega yfir skilmálana og skilyrðin áður en þú sækir um stafræn ISIC, IYTC og ITIC kort.

Merkingar hugtaka:

Umsækjandi þýðir einstaklingurinn sem sendir inn umsóknina fyrir útgáfu kortsins.

Umsóknarferli þýðir ferli fyrir rafræna umsókn um útgáfu á stafrænu ISIC, IYTC eða ITIC korti, samkvæmt skilgreiningu ISIC SAMTAKANNA.

Umsóknargjald þýðir gjaldið sem umsækjandi greiðir fulltrúa fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Fríðindi þýðir afslættir eða forgangsmeðferð sem handhafar ISIC, IYTC og ITIC korta njóta þegar þeir leggja fram gild skilríki. Þessi fríðindi ná yfir margs konar vörur og þjónustu í boði á eiginlegum stöðum (verslunum eða öðrum) og á netinu. Kallast einnig: „afsláttur“ og „ívilnanir“ og „þjónusta“.

Kort - allar tilvísanir í kort, hvort sem þær eru skrifaðar með hástaf eða ekki, þýðir öll samþykkt stafræn eða rafræn persónuskilríki sem eru notuð samkvæmt skilgreiningum í stofnskrá og samþykktum The ISIC samtakanna. Kort þýðir ISIC, IYTC og ITIC kort.

Alþjóðlegt námsmannakort ISIC er opinber staðfesting á stöðu námsmanns og er gefið út af ISIC samtökunum og er þeirra aðalvara. Önnur heiti: „ISIC“ og „ISIC kortið“. Skammstafanir notaðar í skrifuðum greinum: „ISIC“ og „ISIC kortið“. ISIC er eina alþjóðlega viðurkennda staðfestingin á fullri námsmannastöðu sem er gefin út í næstum því 130 löndum. Það er stutt af samtökum á borð við UNESCO, Evrópska menningarráðið og samfélag þjóða Andesfjallanna. Kortið er viðurkennt af háskólum, menntastofnunum, nemendasamtökum, ríkisstjórnum og menntamálaráðuneytum um allan heim (vinsamlegast spurðu þín samtök/stofnanir hvort að þau viðurkenni kortið).

ISIC SAMTÖKIN (INTERNATIONAL STUDENT IDENTITY CARD ASSOCIATION) er góðgerðastofnunin sem ber ábyrgð á ISIC, IYTC og ITIC kortum um allan heim. Til að fá frekari upplýsingar um ISIC samtökin er hægt að fara á vefsíðu ISIC samtakanna á www.isicassociation.org.

Alþjóðaskrifstofa ISIC er framkvæmdafyrirtæki í eigu samtakanna sem sér um daglegan rekstur þeirra og sölu-/rekstraraðstoð við fulltrúa þeirra. Skammstafanir notaðar í skrifum: „IGO”.

Alþjóðlegt kennarakort ITIC er opinber staðfesting á stöðu kennara fyrir einstaklinga sem gegna stöðu kennara. Önnur heiti: „ITIC“ og „ITIC kortið“ Skammstafanir notaðar í skrifuðum greinum: „ITIC“ og „ITIC kortið“. Kennarar og prófessorar í fullu starfi mega sækja um kortið.

Alþjóðlegt ferðakort ungmenna IYTC er opinber staðfesting á stöðu ungmenna fyrir fólk 31 árs eða yngra. Önnur heiti: „IYTC“ og „IYTC kortið“. Skammstafanir notaðar í skrifuðum greinum: „IYTC“ og „IYTC kortið“. IYTC er í boði fyrir einstaklinga sem eru 30 ára eða yngri og eru ekki í fullu námi.

Fulltrúi –

KILROY Iceland

Lækjartorg 5, 3.hæð, 

101 Reykjavík

Ísland

[email protected]. Fulltrúi hefur verið skipaður af ISIC SAMTÖKUNUM til að gefa út kort fyrir hönd ISIC SAMTAKANNA.

Raðnúmer er einkvæmt númer sem er gefið út til að auðkenna hvern korthafa.

 

1. Tilgangur skilmála og skilyrða fyrir útgáfu korta

1.1.Þessir skilmálar og skilyrði eiga við um pöntun í gegnum rafrænt pöntunarforrit fyrir útgáfu á stafrænu ISIC, IYTC eða ITIC korti/kortum (hér eftir kölluð „kort“), rekið af

KILROY Iceland

Lækjartorg 5, 3.hæð, 

101 Reykjavík

Ísland, sem er einkafélag (hér eftir kallað „fulltrúi“) fyrir hönd ISIC SAMTAKANNA KILROY Iceland Lækjartorg 5, 3.hæð, 101 Reykjavík Ísland.

1.2.Fulltrúinn fær réttindi frá IGO fyrir hönd ISIC SAMTAKANNA til að afhenda og gefa út kortin.

1.3.Umsóknarferlið og útgáfa kortsins eru skilgreind samkvæmt ISIC SAMTÖKUNUM. Fulltrúinn verður að fara eftir umsóknarferlinu til að hlíta stofnskrá ISIC SAMTAKANNA, samþykktum þeirra og (P)ER samningi fulltrúa.

1.4.ISIC SAMTÖKIN eru eigandi kortanna og eru ábyrg fyrir kortunum og framkvæmd réttinda korthafa samkvæmt lýsingu á vefsíðu ISIC SAMTAKANNA á www.isicassociation.org.  

1.5.Fulltrúi ber ábyrgð á fullnægjandi athugun á umsókn umsækjanda og á afhendingu raðnúmersins fyrir kortið til umsækjanda, í samræmi við hæfniskröfur ásamt þessum skilmálum og skilyrðum.

1.6.Ef umsækjandi samþykkir ekki þessi skilyrði fyrir útgáfu ISIC, ITIC og IYTC getur hann ekki sótt um kortin.

1.7.Öll samningsbundin tengsl á milli fulltrúa og umsækjanda (hér eftir kallaður „kortaumsækjandi“) eru gerð í samræmi við íslensk lög og reglugerðir.

2. Fulltrúi ber ábyrgð á fullnægjandi athugun og samþykki á umsókn umsækjanda og á afhendingu raðnúmers til umsækjanda í samræmi við reglur um útgáfu kortanna eins og þær koma fram í stofnskrá ISIC, samþykktum ISIC, (P)ER samningi ásamt þessum skilmálum og skilyrðum; en umsækjandi ber ábyrgð á greiðslu þóknunar til fulltrúa, veitingu réttra og nákvæmra nauðsynlegra gagna samkvæmt skilmálunum og skilyrðunum og á að virkja kortareikning umsækjanda í ISIC appinu.

2.1.Öll kort eru gefin út sem stafræn kort sem má nálgast í ISIC appinu. Ekki er hægt að fá eiginleg kort. Hægt er að finna lista yfir löndin þar sem ISIC appið er gilt og í boði á vefsíðunni https://www.isic.is/en/benefits/isic-app/

2.2.Sem stendur geta eftirfarandi tæki notað ISIC appið: Android snjallsímar: Android OS 4.4 og hærra. iPhone símar IOS 8.0 og hærra. Notendur sem ekki hafa ofangreinda snjallsíma geta farið á símavefsíðuna https://m.isic.org. Hægt er að finna lista yfir þau tæki sem geta notað ISIC appið á vefsíðunni https://www.isic.org/faq/.

2.3.Ef umsækjandi hefur pantað kort og fulltrúi hefur samþykkt pöntunina er það á ábyrgð umsækjanda að virkja kortareikning umsækjandans í ISIC appinu.

2.4.Til að fá aðgang að þeim fríðindum sem eru í boði frá ISIC SAMTÖKUNUM, verður korthafi að vera með reikning með virku stafrænu korti í ISIC appinu.

2.5.Umsækjandi lýkur við að búa til kortið með því að búa til reikning í ISIC appinu. Kortaumsækjandi verður í þessu samhengi að sækja ISIC appið og setja það upp í símanum sínum og ljúka við að búa til reikninginn með því að fara eftir leiðbeiningunum í ISIC appinu

3. Panta skal öll kort í gegnum www.isic.is vefsíðuna.

4. Á vefsíðunni https://www.isic.is/kaupa-isic-namsmannakort/checkout-basket/ er umsækjandi beðinn um að velja eitt af kortunum. Eftir að umsækjandi hefur valið kortið verður hann að gefa upp persónulegar upplýsingar fyrir hæfnisathugun, útgáfu kortsins og greiðslu. Gögnin verða að vera persónuleg, rétt og nákvæm þar sem kortið gildir sem persónuskilríki í sumum löndum. Kortin eru eingöngu ætluð til persónulegrar notkunar. Samskipti við umsækjandann ásamt afhendingu raðnúmersins fara fram í gegnum farsíma og eða netfangið sem umsækjandi gefur upp við pöntun kortsins.

5. Eftir að gögnin hafa verið gefin upp er umsækjandi beðinn um að lesa og samþykkja skilmálana fyrir útgáfu og að fara yfir persónuupplýsingarnar til að leiðrétta allar stafsetningarvillur eða rangar upplýsingar. Með því að smella á „halda áfram“ er umsækjandi sendur á greiðslusíðuna til að inna af hendi greiðsluna.

6. Eftir að greiðslan og kortaupplýsingarnar hafa verið inntar af hendi og búið er að smella á „greiða“, lítur fulltrúi svo á að umsækjandi hafi gengist undir samning með fulltrúanum. Fulltrúinn byrjar að afgreiða umsóknina um leið og greiðslustofnunin hefur staðfest greiðsluna.

7. Fulltrúinn sendir staðfestingartengil til umsækjandans þar sem hann er beðinn um að staðfesta stöðu sína og senda inn ljósmynd af sér. Eftir að fulltrúi hefur staðfest stöðu umsækjanda sendir fulltrúi staðfestingu í tölvupósti ásamt raðnúmeri til umsækjanda og afgreiðsluferli kortsins er þar með lokið.

8. Umsækjandi fær tengil með upplýsingum um að sækja ISIC appið í staðfestingarpóstinum. Með því að smella á tengilinn og fara eftir reglum ISIC appsins, virkjar kortaumsækjandinn kortið í ISIC appinu.

9. Það tekur allt að 2 virka daga fyrir fulltrúann að staðfesta að umsækjandi uppfylli kröfurnar um hæfi fyrir umsókninni.

10. Umsækjandi verður að vera upplýstur um að uppsagnarréttur á ekki við um útgáfu kortsins. Ekki er hægt að fá þóknunina fyrir útgáfu kortsins endurgreidda ef hætt er við pöntunina eftir að umsóknin hefur verið send inn.  Kortapöntun er háð undantekningum frá uppsagnarrétti, samkvæmt samþykkt tilskipunar 2011/83/EU[1] um neytendarétt, grein 16C[2].

11. Umsækjandi er rukkaður um þóknun að upphæð 1900 ISK fyrir útgáfu stafræna kortsins. Afsláttarverð eða útgáfa stafræns korts án endurgjalds gilda eingöngu ef afsláttarkóði er notaður þegar greiðsla fer fram.

12. Öll verð eru með virðisaukaskatti. Greiða verður upphæðina að fullu þegar umsóknin er send inn.

13. Aðeins er hægt að greiða á netinu í tengslum við pöntunina á www.isicdenmark.dk. Núgildandi verð og gjöld eru ávallt birt á vefsíðunni www.isicdenmark.dk.

14. Hægt er að greiða með greiðslukorti, kreditkorti eða MobilePay.

15. Hæfni og gildistími

15.1. Eftirfarandi verður að uppfylla til að sækja um ISIC:

15.1.1. Umsækjandi er nemandi í grunnskóla, menntaskóla, háskóla, doktorsnámi, símenntun eða tungumálanámi hjá stofnun sem er staðfest af ráðuneytinu eða opinberum menntayfirvöldum landsins þar sem hún er staðsett.

15.1.2. Fullnægjandi staða nemanda er skilgreind sem að minnsta kosti 15 klukkustunda nám á viku í að minnsta kosti 12 vikur á ári.

15.1.3. Umsækjandi verður að vera 12 ára eða eldri.

15.1.4. ISIC kort gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi, nema fulltrúi ógildi það fyrir fyrningardag þess, sjá 15.4.

15.2. Eftirfarandi verður að uppfylla til að sækja um IYTC:

15.2.1.  Umsækjandi verður að vera allt að 30 ára að aldri, og kortið verður að renna út áður en umsækjandi verður 31 árs.

15.2.2. IYTC kort er gilt í 12 mánuði frá útgáfudegi, nema kortið hafi verið gefið út innan 12 mánaða frá 31. afmælisdegi umsækjanda, en þá mun kortið renna út einum degi fyrir þann dag; nema fulltrúi ógildi það fyrir fyrningardag þess, sjá 15.4.

15.3. Eftirfarandi verður að uppfylla til að sækja um ITIC:

15.3.1. Umsækjandi er kennari í grunnskóla, menntaskóla, háskóla, doktorsnámi, símenntun eða tungumálanámi hjá stofnun sem er staðfest af ráðuneytinu eða öðrum opinberum menntayfirvöldum landsins þar sem hún er staðsett.

15.3.2. ITIC kort gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi, nema fulltrúi ógildi það fyrir fyrningardag þess, sjá 15.4.

15.4. Korti getur verið sagt upp án fyrirvara, fyrir eða eftir útgáfu þess, ef í ljós kemur að upplýsingar umsækjanda voru ónákvæmar eða rangar, án möguleika á endurgreiðslu. Öll fríðindi, vara eða þjónusta sem fékkst með korti sem var síðan sagt upp geta verið tekin til baka án rétts á bótum.

15.5. Öll kort eru stranglega persónubundin og eingöngu korthafi má nota það.

15.6.  Fulltrúi, fyrir hönd ISIC samtakanna, áskilur sér rétt til að segja upp korti án fyrirvara ef fulltrúi dæmir sem svo að korthafi hafi misnotað kortið. Korthafi á ekki rétt á neinum bótum eða endurgreiðslu í tengslum við þetta.

15.7. Gildistími kortsins hefst um leið og lokið er við pöntunina, þ.e. þegar fulltrúi hefur samþykkt umsóknina fyrir kortinu.

16. Senda skal spurningar varðandi kort skriflega til: [email protected].

17. Tilkynningar um breytingar á skilmálunum og skilyrðunum eru birtar á vefsíðunni www.isicdenmark.dk. Breytingar á skilmálunum og skilyrðunum taka gildi á tilkynningardegi.

18. Sem hluta af kortaumsjón munt þú fá tölvupósta, fréttabréf og tilkynningar frá fulltrúanum og ISIC SAMTÖKUNUM um viðeigandi fríðindi og tilboð fyrir meðlimi, upplýsingar um viðburði og afslætti og tilboð og fríðindi sem eru í boði frá fulltrúa, ISIC SAMTÖKUNUM og samstarfsaðilum. ISIC SAMTÖKIN starfa með fyrirtækjum frá ferðamanna-, bifreiða-, fata-, drykkjar-, hótel-, og ferðageirunum ásamt öðrum. Ávallt er hægt að nálgast lista yfir núverandi samstarfsaðila ISIC SAMTAKANNA á www.isic.org.

18.1. Fulltrúi og IGO sjá um að senda út tilboð fyrir hönd samstarfsaðila.

18.2. Ef þú hefur áður samþykkt að fá tölvupósta og fréttabréf frá fulltrúa og IGO en vilt ekki lengur fá þessa tölvupósta og fréttabréf eða tilkynningar geturðu látið skrá þig af listanum með því að senda tölvupóst til [email protected] eða með því að smella á Úrskráning neðst í fréttabréfinu.

18.3. Þú getur dregið til baka samþykki þitt fyrir móttöku á tölvupóstum og fréttabréfum frá fulltrúa eða IGO, ISIC samtakanna hvenær sem er.

19. Unnið er úr persónuupplýsingum í samræmi við íslensk gagnaverndarlög og evrópsk gagnaverndarlög (GDPR). Úrvinnslu persónuupplýsinga er lýst í persónuverndarstefnunni. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnuna á vefsíðunni https://www.isic.is/en/about-isic/privacy-policy/.

20. Leyst er úr ágreiningi á milli umsækjanda og fulltrúa með samningaviðræðum. Ef umsækjandi og fulltrúi ná ekki fram sáttum í gegnum viðræður er leyst úr ágreiningnum í dómstólum á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum.

21. Fulltrúi er undanskilinn allri bótaábyrgð, þar á meðal endurgreiðslu kortsins vegna tafa á útgáfu kortsins og/eða annarra afleiðinga sem urðu til vegna aðstæðna sem fulltrúi gat ekki stjórnað, þar á meðal eldsvoði, verkföll og rafmagnsleysi.

22. Fulltrúi ber ekki ábyrgð á neinum stafsetningarvillum eða öðrum villum.

23. Fulltrúi bætir ekki fyrir útrunna eða breytta afslætti sem ISIC samtökin bjóða upp á. Ef umsækjandi verður var við útrunna og/eða breytta afslætti eða samninga skal umsækjandi hafa samband við The ISIC samtökin í gegnum ISIC appið eða senda tölvupóst til [email protected].

24. BLEKKINGAR / SVIK. ISIC, IYTC OG ITIC kortin gilda sem skilríki. Allar blekkingar hvað varðar nafn, fæðingardag, ljósmynd, námsstað eða álíka munu teljast vera svik og tilkynnt til viðeigandi yfirvalda fyrir ákæru. Ef upp kemst um blekkingar eða svik verður kortinu einnig tafarlaust sagt upp af fulltrúa.

 

[1] Tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins nr. 2011/83/EU frá 25. október 2011 um neytendarétt, um breytingu á tilskipun ráðsins nr. 93/13/EEC og tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins nr. 1999/44/EC og sem fellir niður tilskipun ráðsins nr. 85/577/EEC og tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins nr. 97/7/EC sem varðar EES OJ L 304, 22.11.2011, bls. 64-88, sérstök útgáfa á króatísku: Kafli 15 bindi 008 bls. 260 - 284.

[2] Afhending vöru sem er framleidd samkvæmt tilskipun neytanda eða sérstaklega persónugerð.